Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en þar segir að ákvörðun saksóknara byggi á því ákvæði sakamálalaga að lögregla geti hætt rannsókn ef ekki þyki grundvöllur til að halda henni áfram.
Hinn grunaði, sem er fyrrverandi lögreglumaður, mun upphaflega hafa verið handtekinn eftir að myndum úr öryggismyndavélum í hverfinu var aflað. Í blaðinu segir að þær upplýsingar og önnur sönnungargögn í málinu séu ekki talin nægja til sakfellingar en maðurinn neitaði ávallt sök.
Maðurinn gæti þó enn átt yfir höfði sér ákæru fyrir brot á vopnalögum, þar á meðal um meðferð og innflutning vopna og skotvopnaburð á almannafæri, því í blaðinu segir að aðeins sé verið að fella niður þann hluta málsins sem varðar rannsókn á ofbeldi eða hótunum gegn opinberum starfsmanni, hættubroti og eignaspjöllum.