Hendo vill að Suárez fái góðar móttökur á Anfield í kvöld en ekki fyrr en eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:30 Jordan Henderson og Luis Suarez fagna saman marki með Liverpool. EPA/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, talaði vel um Luis Suárez á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeildinni sem fer fram á Anfield í kvöld. Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira