„Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 07:01 Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli fékk ADHD greiningu þegar hann var á fertugsaldri. Hann hefur lært að nýta þá eiginleika sem fólk með ADHD býr yfir sem styrkleika sína en einnig hagað lífstíl sínum eins og best hentar einstaklingum með ADHD. Vísir/Vilhelm „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. Kolbeinn fékk ADHD greiningu á fertugsaldri og þykir í dag vænt um þennan órjúfanlega hluta af sjálfinu hans. „Mikilvægast er að finna styrkleika sína og rækta þá alla daga alltaf,“ segir Kolbeinn. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um ADHD fullorðinna en eins er fólki bent á fræðslubækling samtakanna Atvinna og ADHD. Þar er að finna ýmsan fróðleik sem nýtist vel fullorðnum og fyrirtækjum um ADHD. Bæklinginn má nálgast hér. Skólagangan: Þekkir þú þessa sögu? Kolbeinn er fæddur 21.desember árið 1973 og því af þeirri kynslóð sem hefur kynnst ADHD í gegnum greiningu barna sinna, frekar en þeirra sjálfra. Án efa samsvara sig því margir við eftirfarandi frásögn: „Ég hef sem foreldri barns með ADHD hugsað sjálfur mikið til baka þegar maður sér börnin sín mæta sömu áskorunum og maður lenti í sjálfur. Ég átti til dæmis frekar erfitt í grunnskóla sérstaklega fyrri part hennar. Sérstaklega man ég að hegðun mín var gagnrýnd, allir foreldrafundir snérust meira og minna um hegðun mína. Ég talaði of mikið var með fíflalæti og truflaði. Ég var vafalítið seinþroska og svo var ég fæddur seint á árinu.“ Kolbeinn minnist skólagöngunnar fyrst og fremst sem mikilli áskorun. Sérstaklega fyrri hlutann. „Ég gat lært það sem ég hafði áhuga á eins og sögu, tungumál en annað vafðist fyrir mér. Ég gat lesið bók hálfan dag og ekki munað nokkurn skapaðan hlut nokkru síðar,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn tekur þó fram að honum hafi fundist mjög gaman að lesa. „Ég hef alltaf notið lesturs og notað bækur til að slaka á. Í dag er þessi veruleiki sem ég bjó til í höfðinu á mér eitt það mikilvægasta sem ég á og eitthvað sem ég tel til styrkleika. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um hvert þessi orka hefði farið hefði Youtube verið til í 1980?“ Kolbeinn gat bara ekki haldið einbeitingunni á leiðinlegum fræðitexta! Sem betur fer, fór að ganga betur í menntaskóla. „Það var fyrst í menntaskóla að ég fór að fá ágætis einkunnir en það skýrist kannski helst af því að vinahópur minn þaðan, ástundaði það að læra saman dagana fyrir próf með góðar glósur. Svo var skipst á að hlýða yfir oftast alveg fram á nótt. Síðan var tekin nokkurra klukkustunda blundur og mætt beint í próf,“ segir Kolbeinn og bætir við: ,,Þetta gafst mér og vinum mínum vel en ég reyndi þessa aðferð síðar í háskóla og þá gekk hún ekki upp.“ Það sem hjálpaði Kolbeini þó mest í háskólanámi er að hann tók sér hlé frá námi en sneri aftur 25 ára. Það segir hann að hafi hjálpað mikið, honum gekk mun betur og kláraði fyrst nám við Háskóla Íslands en síðar meistaranám erlendis. „Ég þurfti að hafa fyrir því.“ Skólaganga Kolbeins í æsku var honum mikil áskorun. Foreldrafundir gengu að mestu út á hegðunina hans og hann var oft með fíflalæti og truflaði. Kolbeinn segir margt í samfélaginu ekki henta vel einstaklingum með ADHD en aðalmálið sé að fólk nýti styrkleikana og ofurkraftana sem náðargáfan ADHD gefur þeim. Vísir/Vilhelm Súpergeta með réttum lyfjum Fyrir um tólf til þrettán árum síðan, segir Kolbeinn að það hafi fyrst verið móðir hans Þórunn Björnsdóttir sem velti þeirri spurningu upp, hvort Kolbeinn gæti mögulega verið með ADHD og ætti að fara í greiningu. „Hún hafði séð samstarfskonu sína taka miklum breytingum en samkvæmt mömmu minnti umræddur starfsmaður hana á mig.“ Kolbeinn ákvað að láta slag standa. Fór í greiningu, fékk niðurstöður og byrjaði á lyfjum. Það lyf tók Kolbeinn í um hálft ár. „Það virkaði ágætlega en mér fundust aukaverkanir af því of harkalegar þannig að ég hætti á þeim lyfjum,“ segir Kolbeinn. Í nokkurn tíma, var Kolbeinn því án lyfja en árið 2017 tók hann þá ákvörðun að fara að skoða þessu mál aftur. „Ég fór því að hitta geðlækni sem ávísaði mér á nýtt lyf sem hefur verið alger leikbreytir fyrir mig,“ segir Kolbeinn og bætir við: Lyfin sem ég tek hafa veitt mér súpergetu til að geta einbeitt mér án þess að þurfa að keyra allt upp með stressi og spennu.“ Kolbeinn segir mikilvægt að fólk með ADHD fókusi á að byggja upp styrkleikana sína og nýta þá. Það gerir hann meðal annars með því að passa að hafa alltaf mikið að gera og vera upptekinn í verkefnum og hreyfingu sem hann hefur gaman að. Rétt lyf gáfu Kolbeini súpergetu til að einbeita sér án þess að vera í tímapressu og streitu en fólk með ADHD býr oft yfir þeim eiginleika að vera með ofur-einbeitingu.Vísir/Vilhelm Styrkleikar ADHD og vinnan Eitt af því sem einkennir fullorðið fólk með ADHD er að það getur afkastað mjög miklu í tímapressu. Þetta skýrist af því að þegar spennan er mikil, eykst einbeitingargetan enda er algengt að einstaklingar með ADHD leiti í spennu. Þá getur einbeitingargeta fólks með ADHD breyst í ofur-einbeitingargetu. Kolbeinn er einn þeirra, sem hefur lært að nýta sér þessa eiginleika ADHD sem styrkleika. „Þegar ég verð stressaður finn ég að ég get náð mikilli einbeitningu og mín leið hefur því verið að vera með marga bolta á lofti og passa að hafa mikið að gera.“ Hins vegar er jafn mikilvægt fyrir einstaklinga með ADHD og aðra, að hugurinn finni líka ró og frið. „Þannig að ég geti einbeitt mér betur af því sem skiptir máli. Forgangsraðað rétt.“ Að sögn Kolbeins hafa lyfin hjálpað mikið til við þetta. „Eftir að ég fékk lyf sem henta mér vel þá get ég núna setið við tölvu í nokkra klukkutíma og skrifað eitthvað sem áður var óhugsandi nema taugakerfi mitt væri yfirspennt vegna þess að tímafrestur væri að renna út.“ Kolbeinn segir að þótt ADHD hans hafi mildast með árunum, skipti það hann miklu máli í leik og starfi að vera alltaf meðvitaður um sitt ADHD. Í dag er ADHD órjúfanlegur hluti af mér og eitthvað sem mér þykir orðið vænt um. Það er þó eins og tvíeggja sverð sem ég þarf að umgangast á meðvitaðan hátt. Þetta eru eins og ofurkraftar en það þarf að virkja þetta í rétta átt og alltaf halda fókus og spyrja sig hvort þetta sé skref í rétta átt, annars getur þetta auðveldlega farið í rugl.“ Kolbeinn rekur í dag ráðgjafafyrirtækið Athygli með nokkrum meðeigendum sínum. Í vinnunni fæst hann við mörg ólík verkefni, sem hann segir einmitt henta sér mjög vel. Og hjálpa sér í að nýta ADHD sitt sem styrkleika. „Það geri ég með því að sinna verkefnum sem ég hef gaman af og vinna með styrkleika mína fyrst og síðast.“ Lífstíllinn sem hentar ADHD Þótt lyfin hafi skipt sköpum, segir Kolbeinn fólk með ADHD þurfa að vera meðvitað um ýmsa aðra þætti. Öll rútína skiptir til dæmis sérstaklega miklu máli fyrir fólk með ADHD. „Til að ég fúnkeri vel þá þarf ég að sofa vel. Til að ég sofi þá þarf ég að hreyfa mig á hverjum degi nokkuð rösklega. Ég byrja því hvern vinnudag á því að ganga nokkra kílómetra áður en ég fer í vinnuna og kem inn með höfuðið klárt. Á þessum göngutúrum fæ ég líka undantekningalaust mínar bestu hugmyndir. Síðan reyni ég að hafa vélræna rútínu í lífi mínu,“ segir Kolbeinn. Þá segir Kolbeinn hreyfingu vera það sem skipti hann miklu máli. Til að halda í gleðina með reglulegri hreyfingu leggur Kolbeinn áherslu á að hafa hana sem fjölbreyttasta: Æfir hlaup, karate, lyftingar og síðan skíði á veturnar. Slökun er hins vegar jafn mikilvæg. „Síðan reyni ég að koma að slökun á hverjum degi en ég er með sánu heima sem ég nota nær daglega. Streita deyr eftir tvær mínútur í 90 gráðum og eftir verður slökun á huga og líkama. Sánan er mótefni við öran huga og líkama.“ Þá segir Kolbeinn að þar sem ADHD lyfin hans séu örvandi lyf, tekur hann reglulega pásu frá þeim til þess að hvíla taugakerfið. Þetta segir hann takast vel, en ekki síst fyrir þá reynslu sína að með því að leggja áherslu á réttan lífstíl fyrir sig, þá hreinlega virki allt betur. Gæfa og gjörvileiki Kolbeinn segist alltaf hafa talið sig ágætlega fúnkerandi einstakling í íslensku samfélagi. Bæði fyrir og eftir greiningu. Hann segir ADHD sitt hafa mildast með árunum en er í dag ánægður með þá reynslu og þekkingu sem hann hefur öðlast um ADHD og þann lífstíl sem hann hefur tamið sér. „Ég hef náð að skapa mér frábært og innihaldsríkt líf og er mjög hamingjusamur og glaður með einkalíf og vinnu. Það hef ég gert með því að fá tækifæri og hafa borið gæfa til að vinna við hluti sem ég er ágætur í,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn hvetur fullorðið fólk til að horfa á ADHD sem styrkleika og láta ekki á bilbug á sér finna þótt margt í samfélaginu henti ADHD einstaklingum ekkert sérstaklega vel. „ADHD hefur verið mér mikil gæfa en það hefur líka verið erfiður fylgisveinn sem stundum hefur komið mér í bölvuð vandræði,“ segir Kolbeinn en bætir við: Það er held ég eitt það mikilvægasta verkefni okkar sem fæðumst með þess náðargáfu að finna hvar stykleikar okkar liggja. Skilaboðin sem skólakerfið sendir manni er að það verði hending ef það verður eitthvað úr manni þar sem ósigrarnir eru norm frerkar en sigrar. Það er vandamálið sem ég á erfitt með að við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er.“ Á vefsíðu ADHD samtakanna má finna greinina Fimmtíu góð ráð við ADHD – Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. Mörg atriða sem Kolbeinn hefur nefnt í ofangreindu viðtali, ríma við þessi ráð. Greinina má lesa hér. Heilsa Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Kolbeinn fékk ADHD greiningu á fertugsaldri og þykir í dag vænt um þennan órjúfanlega hluta af sjálfinu hans. „Mikilvægast er að finna styrkleika sína og rækta þá alla daga alltaf,“ segir Kolbeinn. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um ADHD fullorðinna en eins er fólki bent á fræðslubækling samtakanna Atvinna og ADHD. Þar er að finna ýmsan fróðleik sem nýtist vel fullorðnum og fyrirtækjum um ADHD. Bæklinginn má nálgast hér. Skólagangan: Þekkir þú þessa sögu? Kolbeinn er fæddur 21.desember árið 1973 og því af þeirri kynslóð sem hefur kynnst ADHD í gegnum greiningu barna sinna, frekar en þeirra sjálfra. Án efa samsvara sig því margir við eftirfarandi frásögn: „Ég hef sem foreldri barns með ADHD hugsað sjálfur mikið til baka þegar maður sér börnin sín mæta sömu áskorunum og maður lenti í sjálfur. Ég átti til dæmis frekar erfitt í grunnskóla sérstaklega fyrri part hennar. Sérstaklega man ég að hegðun mín var gagnrýnd, allir foreldrafundir snérust meira og minna um hegðun mína. Ég talaði of mikið var með fíflalæti og truflaði. Ég var vafalítið seinþroska og svo var ég fæddur seint á árinu.“ Kolbeinn minnist skólagöngunnar fyrst og fremst sem mikilli áskorun. Sérstaklega fyrri hlutann. „Ég gat lært það sem ég hafði áhuga á eins og sögu, tungumál en annað vafðist fyrir mér. Ég gat lesið bók hálfan dag og ekki munað nokkurn skapaðan hlut nokkru síðar,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn tekur þó fram að honum hafi fundist mjög gaman að lesa. „Ég hef alltaf notið lesturs og notað bækur til að slaka á. Í dag er þessi veruleiki sem ég bjó til í höfðinu á mér eitt það mikilvægasta sem ég á og eitthvað sem ég tel til styrkleika. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um hvert þessi orka hefði farið hefði Youtube verið til í 1980?“ Kolbeinn gat bara ekki haldið einbeitingunni á leiðinlegum fræðitexta! Sem betur fer, fór að ganga betur í menntaskóla. „Það var fyrst í menntaskóla að ég fór að fá ágætis einkunnir en það skýrist kannski helst af því að vinahópur minn þaðan, ástundaði það að læra saman dagana fyrir próf með góðar glósur. Svo var skipst á að hlýða yfir oftast alveg fram á nótt. Síðan var tekin nokkurra klukkustunda blundur og mætt beint í próf,“ segir Kolbeinn og bætir við: ,,Þetta gafst mér og vinum mínum vel en ég reyndi þessa aðferð síðar í háskóla og þá gekk hún ekki upp.“ Það sem hjálpaði Kolbeini þó mest í háskólanámi er að hann tók sér hlé frá námi en sneri aftur 25 ára. Það segir hann að hafi hjálpað mikið, honum gekk mun betur og kláraði fyrst nám við Háskóla Íslands en síðar meistaranám erlendis. „Ég þurfti að hafa fyrir því.“ Skólaganga Kolbeins í æsku var honum mikil áskorun. Foreldrafundir gengu að mestu út á hegðunina hans og hann var oft með fíflalæti og truflaði. Kolbeinn segir margt í samfélaginu ekki henta vel einstaklingum með ADHD en aðalmálið sé að fólk nýti styrkleikana og ofurkraftana sem náðargáfan ADHD gefur þeim. Vísir/Vilhelm Súpergeta með réttum lyfjum Fyrir um tólf til þrettán árum síðan, segir Kolbeinn að það hafi fyrst verið móðir hans Þórunn Björnsdóttir sem velti þeirri spurningu upp, hvort Kolbeinn gæti mögulega verið með ADHD og ætti að fara í greiningu. „Hún hafði séð samstarfskonu sína taka miklum breytingum en samkvæmt mömmu minnti umræddur starfsmaður hana á mig.“ Kolbeinn ákvað að láta slag standa. Fór í greiningu, fékk niðurstöður og byrjaði á lyfjum. Það lyf tók Kolbeinn í um hálft ár. „Það virkaði ágætlega en mér fundust aukaverkanir af því of harkalegar þannig að ég hætti á þeim lyfjum,“ segir Kolbeinn. Í nokkurn tíma, var Kolbeinn því án lyfja en árið 2017 tók hann þá ákvörðun að fara að skoða þessu mál aftur. „Ég fór því að hitta geðlækni sem ávísaði mér á nýtt lyf sem hefur verið alger leikbreytir fyrir mig,“ segir Kolbeinn og bætir við: Lyfin sem ég tek hafa veitt mér súpergetu til að geta einbeitt mér án þess að þurfa að keyra allt upp með stressi og spennu.“ Kolbeinn segir mikilvægt að fólk með ADHD fókusi á að byggja upp styrkleikana sína og nýta þá. Það gerir hann meðal annars með því að passa að hafa alltaf mikið að gera og vera upptekinn í verkefnum og hreyfingu sem hann hefur gaman að. Rétt lyf gáfu Kolbeini súpergetu til að einbeita sér án þess að vera í tímapressu og streitu en fólk með ADHD býr oft yfir þeim eiginleika að vera með ofur-einbeitingu.Vísir/Vilhelm Styrkleikar ADHD og vinnan Eitt af því sem einkennir fullorðið fólk með ADHD er að það getur afkastað mjög miklu í tímapressu. Þetta skýrist af því að þegar spennan er mikil, eykst einbeitingargetan enda er algengt að einstaklingar með ADHD leiti í spennu. Þá getur einbeitingargeta fólks með ADHD breyst í ofur-einbeitingargetu. Kolbeinn er einn þeirra, sem hefur lært að nýta sér þessa eiginleika ADHD sem styrkleika. „Þegar ég verð stressaður finn ég að ég get náð mikilli einbeitningu og mín leið hefur því verið að vera með marga bolta á lofti og passa að hafa mikið að gera.“ Hins vegar er jafn mikilvægt fyrir einstaklinga með ADHD og aðra, að hugurinn finni líka ró og frið. „Þannig að ég geti einbeitt mér betur af því sem skiptir máli. Forgangsraðað rétt.“ Að sögn Kolbeins hafa lyfin hjálpað mikið til við þetta. „Eftir að ég fékk lyf sem henta mér vel þá get ég núna setið við tölvu í nokkra klukkutíma og skrifað eitthvað sem áður var óhugsandi nema taugakerfi mitt væri yfirspennt vegna þess að tímafrestur væri að renna út.“ Kolbeinn segir að þótt ADHD hans hafi mildast með árunum, skipti það hann miklu máli í leik og starfi að vera alltaf meðvitaður um sitt ADHD. Í dag er ADHD órjúfanlegur hluti af mér og eitthvað sem mér þykir orðið vænt um. Það er þó eins og tvíeggja sverð sem ég þarf að umgangast á meðvitaðan hátt. Þetta eru eins og ofurkraftar en það þarf að virkja þetta í rétta átt og alltaf halda fókus og spyrja sig hvort þetta sé skref í rétta átt, annars getur þetta auðveldlega farið í rugl.“ Kolbeinn rekur í dag ráðgjafafyrirtækið Athygli með nokkrum meðeigendum sínum. Í vinnunni fæst hann við mörg ólík verkefni, sem hann segir einmitt henta sér mjög vel. Og hjálpa sér í að nýta ADHD sitt sem styrkleika. „Það geri ég með því að sinna verkefnum sem ég hef gaman af og vinna með styrkleika mína fyrst og síðast.“ Lífstíllinn sem hentar ADHD Þótt lyfin hafi skipt sköpum, segir Kolbeinn fólk með ADHD þurfa að vera meðvitað um ýmsa aðra þætti. Öll rútína skiptir til dæmis sérstaklega miklu máli fyrir fólk með ADHD. „Til að ég fúnkeri vel þá þarf ég að sofa vel. Til að ég sofi þá þarf ég að hreyfa mig á hverjum degi nokkuð rösklega. Ég byrja því hvern vinnudag á því að ganga nokkra kílómetra áður en ég fer í vinnuna og kem inn með höfuðið klárt. Á þessum göngutúrum fæ ég líka undantekningalaust mínar bestu hugmyndir. Síðan reyni ég að hafa vélræna rútínu í lífi mínu,“ segir Kolbeinn. Þá segir Kolbeinn hreyfingu vera það sem skipti hann miklu máli. Til að halda í gleðina með reglulegri hreyfingu leggur Kolbeinn áherslu á að hafa hana sem fjölbreyttasta: Æfir hlaup, karate, lyftingar og síðan skíði á veturnar. Slökun er hins vegar jafn mikilvæg. „Síðan reyni ég að koma að slökun á hverjum degi en ég er með sánu heima sem ég nota nær daglega. Streita deyr eftir tvær mínútur í 90 gráðum og eftir verður slökun á huga og líkama. Sánan er mótefni við öran huga og líkama.“ Þá segir Kolbeinn að þar sem ADHD lyfin hans séu örvandi lyf, tekur hann reglulega pásu frá þeim til þess að hvíla taugakerfið. Þetta segir hann takast vel, en ekki síst fyrir þá reynslu sína að með því að leggja áherslu á réttan lífstíl fyrir sig, þá hreinlega virki allt betur. Gæfa og gjörvileiki Kolbeinn segist alltaf hafa talið sig ágætlega fúnkerandi einstakling í íslensku samfélagi. Bæði fyrir og eftir greiningu. Hann segir ADHD sitt hafa mildast með árunum en er í dag ánægður með þá reynslu og þekkingu sem hann hefur öðlast um ADHD og þann lífstíl sem hann hefur tamið sér. „Ég hef náð að skapa mér frábært og innihaldsríkt líf og er mjög hamingjusamur og glaður með einkalíf og vinnu. Það hef ég gert með því að fá tækifæri og hafa borið gæfa til að vinna við hluti sem ég er ágætur í,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn hvetur fullorðið fólk til að horfa á ADHD sem styrkleika og láta ekki á bilbug á sér finna þótt margt í samfélaginu henti ADHD einstaklingum ekkert sérstaklega vel. „ADHD hefur verið mér mikil gæfa en það hefur líka verið erfiður fylgisveinn sem stundum hefur komið mér í bölvuð vandræði,“ segir Kolbeinn en bætir við: Það er held ég eitt það mikilvægasta verkefni okkar sem fæðumst með þess náðargáfu að finna hvar stykleikar okkar liggja. Skilaboðin sem skólakerfið sendir manni er að það verði hending ef það verður eitthvað úr manni þar sem ósigrarnir eru norm frerkar en sigrar. Það er vandamálið sem ég á erfitt með að við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er.“ Á vefsíðu ADHD samtakanna má finna greinina Fimmtíu góð ráð við ADHD – Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. Mörg atriða sem Kolbeinn hefur nefnt í ofangreindu viðtali, ríma við þessi ráð. Greinina má lesa hér.
Heilsa Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01
ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01