Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2021 20:10 Matthilda Tórshamar textílkona í Vestmannaeyjum, sem er með fína aðstöðu í Hvíta húsinu á eyjunni þar sem hún vinnur fallegu verkin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld. Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu. „Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda. Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni. „Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún. Verk Matthildu vekja alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði. Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg. „Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda. Matthilda er líka mjög flínk og snjöll að prjóna lopapeysur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Handverk Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu. „Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda. Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni. „Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún. Verk Matthildu vekja alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði. Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg. „Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda. Matthilda er líka mjög flínk og snjöll að prjóna lopapeysur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Handverk Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira