Er þetta of líkt til að vera tilviljun? Ritstjórn Albúmm.is skrifar 3. nóvember 2021 20:50 Höskuldur Ólafsson (Kig & Husk) og hljómsveitin SOMA Á dögunum barst Albumm ábending um ansi lík tónlistarmyndbönd sem komu út með stuttu millibili. Það eru Íslensku sveitirnar Kig & Husk og SOMA en þegar að er gáð eru myndböndin nánast eins, enda er notast við sama myndefni. Í byrjun júní sendi tvíeykið Kig & Husk frá sér lagið „So long holly“ en laginu fylgir tónlistarmyndband. Það er Quarashi kappinn Höskuldur Ólafsson og tónlistarmaðurinn Frank Hall sem fara fyrir Kig & Husk og er óhætt að segja að Hössi hefur svo sannarlega engu gleymt. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá Kig & Husk: Fyrir stuttu sneri hljómsveitin SOMA aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Nú í haust gaf sveitin nýlega út sitt annað lag ásamt tónlistarmyndbandi og ber það heitið „Bara eitthvað lag.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá SOMA: Myndefnið er fengið frá Prelinger Archives en þar er hægt að fá afnot af myndefni. Prelinger Archives var stofnað í bandaríkjunum árið 1982 og hefur síðan þá kappkostað við að halda utan um allskonar skemmtileg myndbönd. Er þetta hrein tilviljun? eða er þetta of líkt til að vera tilviljun? Hvort myndbandið er betra? Hver dæmir fyrir sig! Kig & Husk á Spotify og Youtube Soma á Facebook og Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið
Í byrjun júní sendi tvíeykið Kig & Husk frá sér lagið „So long holly“ en laginu fylgir tónlistarmyndband. Það er Quarashi kappinn Höskuldur Ólafsson og tónlistarmaðurinn Frank Hall sem fara fyrir Kig & Husk og er óhætt að segja að Hössi hefur svo sannarlega engu gleymt. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá Kig & Husk: Fyrir stuttu sneri hljómsveitin SOMA aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Nú í haust gaf sveitin nýlega út sitt annað lag ásamt tónlistarmyndbandi og ber það heitið „Bara eitthvað lag.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá SOMA: Myndefnið er fengið frá Prelinger Archives en þar er hægt að fá afnot af myndefni. Prelinger Archives var stofnað í bandaríkjunum árið 1982 og hefur síðan þá kappkostað við að halda utan um allskonar skemmtileg myndbönd. Er þetta hrein tilviljun? eða er þetta of líkt til að vera tilviljun? Hvort myndbandið er betra? Hver dæmir fyrir sig! Kig & Husk á Spotify og Youtube Soma á Facebook og Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið