ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 13:16 Frá fundi Tsai Ing-wen, forseta Taívans, og Raphael Glucksmann, evrópuþingmanni frá Frakklandi. AP/Fosetaembætti Taívans Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. „Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
„Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent