Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2021 17:45 Frá Dynjandisvogi. Gamli vegurinn er í hlíðinni en sá nýi með slitlaginu við fjöruborð. Arnar Halldórsson Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. Hámarkshraði á kaflanum verður þó fyrst um sinn takmarkaður við 50 kílómetra hraða á klukkustund, bæði vegna hættu á grjótkasti á nýlagðri klæðningu og einnig vegna þess að eftir er að setja upp vegrið og vegstikur, að sögn Guðmundar Óla Kristins Lyngmos, eftirlitsmanns Vegagerðarinnar á Ísafirði. Vonast hann til að stikurnar komi í næstu viku og vegriðið í kringum 20. nóvember. Menn geta þó áfram valið að aka gamla veginn. Starfsmenn Borgarverks lögðu bundið slitlag á nýja kaflann í síðustu viku.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Opnun nýja vegarins þýðir að núna vantar aðeins einn kílómetra upp á að leiðin milli Ísafjarðar og Dynjanda verði öll orðin malbikuð. Næst fossinum verða vegfarendur áfram að aka eftir gömlum malarkafla. Bundið slitlag er komið á 58 kílómetra af 59, eftir að leiðin styttist um 27 kílómetra með opnun Dýrafjarðarganga í fyrra. Suðurverk annaðist stóran hluta vegagerðarinnar í Arnarfirði sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Borgarverk lagði svo klæðninguna í síðustu viku. Aðeins tíu mánuðir eru frá því verkið hófst, sem var í janúar. Frá vegagerðinni ofan Penningsdals. Nýi vegurinn liggur ofar en sá gamli á leiðinni upp úr Vatnsfirði. Gamla brúin yfir Þverdalsá til vinstri.Arnar Halldórsson Í Pennusneiðingi ofan Flókalundar vinna starfsmenn ÍAV í kappi við aðvífandi vetur að búa 3,5 kílómetra kafla undir klæðningu. Verið er að leggja efsta malarlagið út og gert ráð fyrir að það verði heflað á laugardag. Þar horfa menn núna stíft á veðurspána næstu daga og vonast til að fá tvo til þrjá frostlausa daga og ekki of blauta eftir helgi svo að hægt verði að leggja út slitlagið, að sögn Guðmundar Óla. Þar er þegar búið að setja upp vegrið og er stefnt að því að nýi kaflinn verði opnaður umferð fljótlega, hvort sem það næst að leggja slitlagið á eða ekki. Alls yrði um 6,5 kílómetra langur kafli opnaður, að gatnamótum Bíldudalsvegar. Hér má sjá frétt sem Stöð 2 sýndi um vegagerðina í september: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um framhald verksins á Dynjandisheiði: Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar. 3. nóvember 2021 22:11 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hámarkshraði á kaflanum verður þó fyrst um sinn takmarkaður við 50 kílómetra hraða á klukkustund, bæði vegna hættu á grjótkasti á nýlagðri klæðningu og einnig vegna þess að eftir er að setja upp vegrið og vegstikur, að sögn Guðmundar Óla Kristins Lyngmos, eftirlitsmanns Vegagerðarinnar á Ísafirði. Vonast hann til að stikurnar komi í næstu viku og vegriðið í kringum 20. nóvember. Menn geta þó áfram valið að aka gamla veginn. Starfsmenn Borgarverks lögðu bundið slitlag á nýja kaflann í síðustu viku.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Opnun nýja vegarins þýðir að núna vantar aðeins einn kílómetra upp á að leiðin milli Ísafjarðar og Dynjanda verði öll orðin malbikuð. Næst fossinum verða vegfarendur áfram að aka eftir gömlum malarkafla. Bundið slitlag er komið á 58 kílómetra af 59, eftir að leiðin styttist um 27 kílómetra með opnun Dýrafjarðarganga í fyrra. Suðurverk annaðist stóran hluta vegagerðarinnar í Arnarfirði sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Borgarverk lagði svo klæðninguna í síðustu viku. Aðeins tíu mánuðir eru frá því verkið hófst, sem var í janúar. Frá vegagerðinni ofan Penningsdals. Nýi vegurinn liggur ofar en sá gamli á leiðinni upp úr Vatnsfirði. Gamla brúin yfir Þverdalsá til vinstri.Arnar Halldórsson Í Pennusneiðingi ofan Flókalundar vinna starfsmenn ÍAV í kappi við aðvífandi vetur að búa 3,5 kílómetra kafla undir klæðningu. Verið er að leggja efsta malarlagið út og gert ráð fyrir að það verði heflað á laugardag. Þar horfa menn núna stíft á veðurspána næstu daga og vonast til að fá tvo til þrjá frostlausa daga og ekki of blauta eftir helgi svo að hægt verði að leggja út slitlagið, að sögn Guðmundar Óla. Þar er þegar búið að setja upp vegrið og er stefnt að því að nýi kaflinn verði opnaður umferð fljótlega, hvort sem það næst að leggja slitlagið á eða ekki. Alls yrði um 6,5 kílómetra langur kafli opnaður, að gatnamótum Bíldudalsvegar. Hér má sjá frétt sem Stöð 2 sýndi um vegagerðina í september: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um framhald verksins á Dynjandisheiði:
Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar. 3. nóvember 2021 22:11 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar. 3. nóvember 2021 22:11
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04