Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir Árni Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarai Valsmanna, var virkilega sáttur við sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti. Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54