Algjör stoð og stytta í mínu lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2021 10:00 Hannes og Halla ásamt börnum og brúðkaupsdaginn árið 2017. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Hannes hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku, Hollandi, Noregi og Aserbadjan. Hann er giftur Höllu Jónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Þau hjónin voru sjö ár á flakka um Evrópu á meðan Hannes lék sem atvinnumaður. „Halla er búin að vera algjörlega frábær í gegnum þennan tíma og algjör stoð og stytta. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar,“ segir Hannes í þættinum. „Hún setur sinn starfsframa til hliðar. Hún var að vinna í Landsbankanum áður en við fórum út árið 2013. Þá var yngsta dóttir okkar átta mánaða og við erum að ala upp tvö elstu börnin okkar í fjórum löndum. Þetta er saga sem er mjög sjaldan sögð. Henni er kippt út á mjög góðum tíma á sínum starfsferli í hálfgerða einangrun. Við förum fyrst út til Noregs og hún er heima í fæðingarorlofi. Svo þegar hún er rétt að komast í takt þar þá förum við á næsta stað til Hollands og hún aftur komin á byrjunarreit,“ segir Hannes og heldur áfram. „Auðvitað höfum við það alltaf fínt og með mikinn tíma með fjölskyldunni og þetta er að mörgu leyti algjört forréttindalíf, en hún flytur samt í burtu frá öllum sínum vinkonum og er búin að vera svolítið ein í þessu.“ Í þættinum er einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Hannes hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku, Hollandi, Noregi og Aserbadjan. Hann er giftur Höllu Jónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Þau hjónin voru sjö ár á flakka um Evrópu á meðan Hannes lék sem atvinnumaður. „Halla er búin að vera algjörlega frábær í gegnum þennan tíma og algjör stoð og stytta. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar,“ segir Hannes í þættinum. „Hún setur sinn starfsframa til hliðar. Hún var að vinna í Landsbankanum áður en við fórum út árið 2013. Þá var yngsta dóttir okkar átta mánaða og við erum að ala upp tvö elstu börnin okkar í fjórum löndum. Þetta er saga sem er mjög sjaldan sögð. Henni er kippt út á mjög góðum tíma á sínum starfsferli í hálfgerða einangrun. Við förum fyrst út til Noregs og hún er heima í fæðingarorlofi. Svo þegar hún er rétt að komast í takt þar þá förum við á næsta stað til Hollands og hún aftur komin á byrjunarreit,“ segir Hannes og heldur áfram. „Auðvitað höfum við það alltaf fínt og með mikinn tíma með fjölskyldunni og þetta er að mörgu leyti algjört forréttindalíf, en hún flytur samt í burtu frá öllum sínum vinkonum og er búin að vera svolítið ein í þessu.“ Í þættinum er einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira