Greta Thunberg segir loftslagsráðstefnuna mislukkaða Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 00:31 Baráttukonan Greta Thunberg lét leiðtoga heimsins aldeilis heyra það fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum í ræðu sem hún hélt fyrir þúsundir ungmenna og annarra í Glasgow í dag. Mynd/AP Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast. Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“ Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“
Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13