99 fórust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 14:41 Fólk safnaðist saman við sprengjustaðinn í morgun. AP Photo/Seima Camara Minnst 99 fórust og meira en 100 særðust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í kjölfar áreksturs í höfuðborg Síerra Leóne í gærkvöldi. Enn mátti sjá bensín leka úr flaki flutningabílsins í morgun á meðan lögregla og her reyndu að vísa stórum hópum fólks frá, sem höfðu safnast saman við flakið. Þetta segir í frétt Reuters um málið. Sjá mátti kolsvört flök bíla og mótorhjóla sem skemmdust í sprengingunni og lík á víð og dreif. Hundruð höfðu safnast saman við slysstaðinn í morgun í Wellington hverfinu í Freetown, höfuðborg landsins. Flutningabíllinn hafði lent í árekstri og gat komið á bensíntankinn. Hluti þeirra sem fórst í sprengingunni hafði safnast saman við bílinn til að sækja sér bensín sem lak úr tanknum út á götuna að sögn Yvonne Aki-Sawyerr, borgarstjóra. Hér fyrir neðan er myndband af slysstað. Það er tekið eftir sprenginguna. Varað er við efni myndbandsins. Það er mjög grafískt og ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Eldsneytisflutningabíll sprakk í Síerra Leóne Svona slys eru ekki einsdæmi og raunar fremur algeng í mið-Afríku. Hundruð hafa farist á undanförnum árum við það að sækja sér bensín sem hefur lekið, sem síðan hefur sprungið í loft upp. Til að mynda fórust 85 í Tansaníu árið 2019 þegar eldsneytisflutningabíll sprakk og fimmtíu fórust í samskonar slysi í Austur-Kongó árið 2018. Síerra Leóne Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Enn mátti sjá bensín leka úr flaki flutningabílsins í morgun á meðan lögregla og her reyndu að vísa stórum hópum fólks frá, sem höfðu safnast saman við flakið. Þetta segir í frétt Reuters um málið. Sjá mátti kolsvört flök bíla og mótorhjóla sem skemmdust í sprengingunni og lík á víð og dreif. Hundruð höfðu safnast saman við slysstaðinn í morgun í Wellington hverfinu í Freetown, höfuðborg landsins. Flutningabíllinn hafði lent í árekstri og gat komið á bensíntankinn. Hluti þeirra sem fórst í sprengingunni hafði safnast saman við bílinn til að sækja sér bensín sem lak úr tanknum út á götuna að sögn Yvonne Aki-Sawyerr, borgarstjóra. Hér fyrir neðan er myndband af slysstað. Það er tekið eftir sprenginguna. Varað er við efni myndbandsins. Það er mjög grafískt og ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Eldsneytisflutningabíll sprakk í Síerra Leóne Svona slys eru ekki einsdæmi og raunar fremur algeng í mið-Afríku. Hundruð hafa farist á undanförnum árum við það að sækja sér bensín sem hefur lekið, sem síðan hefur sprungið í loft upp. Til að mynda fórust 85 í Tansaníu árið 2019 þegar eldsneytisflutningabíll sprakk og fimmtíu fórust í samskonar slysi í Austur-Kongó árið 2018.
Síerra Leóne Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira