Palestínsk kona í farbanni vegna forræðislaga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 8. nóvember 2021 07:31 Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun