Rio Ferdinand hefur skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Rio Ferdinand ræðir við Ole Gunnar Solskjaer fyrir leik hjá Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand hvetur Ole Gunnar Solskjaer til að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United með höfuðið hátt í stað þess að bíða eftir því að hann fái sparkið. Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira