Vágesturinn einelti Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun