PSG valtaði yfir Real Madrid | Juventus bjargaði stigi gegn Wolfsburg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2021 21:53 PSG vann stórsigur gegn Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Johannes Simon - UEFA/UEFA via Getty Images Franska stórveldið Paris Saint-Germain átti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 4-0 stórsigur og er nú með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins, en liðin leika í sama riðli og Breiðablik. Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Sjá meira
Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Sjá meira