„Sjálfnærandi peningamaskína“ Gunnar Karl Ólafsson skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar