Báðir reyndu að kynna nýjar kvikmyndir hins, með takmörkuðum árangri og þá sérstaklega vegna þess að þeir höfðu ekki séð myndirnar. Ferrell giskaði á að ný kvikmynd Reynolds sem héti Red Notice væri um rússneska fasteignasala og Reynolds giskaði á að The Shrink Next Door, nýjasta kvikmynd Ferrell tengst Ant Man á einhvern hátt.
Sömuleiðis mættu þeir báðir hversdagslega klæddir, ef svo má að orði komast. Reynolds var í hettupeysu og gallabuxum en Ferrell í Star Wars náttfötum.
Eins og bent er á í grein Entertainment Weekly virtist sem hvorki Kimmel né Fallon vissu af þessum hrekk. Reynolds sagðist hafa verið á gangi með hunda sína í New York þegar Ferrell hringdi í hann frá Los Angeles og bað hann um að mæta fyrir sig til Fallon.
Ferrell sagðist hafa verið heima hjá sér þegar Reynolds hringdi í hann.
Ryan Reynolds hjá Jimmy Fallon
Will Ferrell hjá Jimmy Kimmel