Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Agla María Albertsdóttir og afi hennar, Þórður Jörundsson, eftir landsleik. úr einkasafni Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu. Þrátt fyrir vera orðinn 99 ára lætur Þórður Jörundsson sig ekki vanta þegar Agla María spilar, hvort sem það er með lands- eða félagsliði. Fjölskylda Öglu Maríu og afi hennar og amma búa í Hvömmunum í Kópavogi, ekki langt frá heimavelli Breiðabliks, og samgangurinn á milli þeirra er mikill. „Foreldrar mínir og bróðir minn styðja mjög vel við bakið á mér sem og amma og afi. Ég hef verið mikið hjá þeim og upp alla æskuna fór maður alltaf til þeirra eftir skóla. Afi hefur verið ótrúlega duglegur að mæta á völlinn og þegar maður kemur í heimsókn spyr afi um leikinn,“ sagði Agla María í samtali við Vísi. Hún segir að þótt amma hennar mæti ekki á leiki eins og afi hennar fylgist hún vel með. „Hún er með textalýsinguna opna heima og er með þetta allt á hreinu.“ Agla María kveðst mjög þakklát fyrir stuðning sinna nánustu, ekki síst afans sem verður hundrað ára næsta febrúar. „Hann er orðinn þetta fullorðinn en ég held að þetta, að mæta á völlinn, haldi fólki ungu og í takti við tímann.“ Þórður hefur séð ófáa fótboltaleikina með Öglu Maríu.úr einkasafni Agla María segir að fjölskyldan hafi alltaf stutt vel við bakið sér, sama hvernig gengur. „Þau hafa alltaf verið til staðar. Það skiptir engu hvað ég get í fótbolta. Þau mæta alltaf á völlinn og styðja mig í öllu. Ég er með mjög gott bakland.“ Agla María getur reyndar meira en flestir í fótbolta. Hún var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði næstflest mörk og lagði upp flest, varð bikarmeistari og átti stóran þátt í að Breiðablik komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar lenti Breiðablik í riðli með stórliðum Paris Saint-Germain og Real Madrid og úkraínska liðinu Kharkiv, andstæðingi kvöldsins. Blikar fengu sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kharkiv í Úkraínu í síðustu viku. Agla María segir að fyrirfram hafi mestu sigurmöguleikarnir í riðlinum verið gegn Kharkiv, ekki síst á heimavelli. Agla María og Blikar fagna bikarmeistaratitlinum eftir 4-0 sigur á Þrótturum.vísir/hulda margrét „Engin spurning, þetta er lið sem er af svipuðum styrkleika og við. Maður fann það síðast að þetta er hörkuferðalag en núna þurfa þær að ferðast. Við höfum greint þetta lið og vitum ennþá meira um það. Oft er svo erfitt að meta lið nákvæmlega þegar þú horfir á þau á myndbandi því maður veit ekki hvernig er að spila á móti þeim. En núna vitum við hvar tækifærin liggja fyrir okkur,“ sagði Agla María. Að hennar sögn voru Blikar sáttir með jafnteflið í Kharkiv. „Eftir á að hyggja þegar maður sá færin sem þær fengu, Telma [Ívarsdóttir] varði nokkrum sinnum mjög vel, var mjög gott að hafa tekið stig út úr leiknum.“ Breiðablik tapaði 0-2 fyrir PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni og tapaði svo 5-0 fyrir Real Madrid áður en fyrsta stigið kom í hús. Fyrsta markið í riðlakeppninnar lætur hins vegar enn bíða eftir sér. „Það er klárlega markmiðið að skora og vinna á morgun. Okkar mesti möguleiki er klárlega að skora gegn þessu liði. Ég fékk eitt færi gegn PSG en annars höfum við ekkert vaðið í færum. Það væri frábært að skora og vinna,“ sagði Agla María. Agla María í besta færi Breiðabliks gegn PSG.vísir/vilhelm Tímabilinu hér heima lauk í lok september og því hefur reynst krefjandi fyrir Blika að halda sér í leikæfingu, sérstaklega fyrir þá leikmenn sem eru ekki í íslenska landsliðinu. „Þetta er kannski auðveldast fyrir okkur sem erum í landsliðinu að halda okkur í góðu leikformi. Þetta eru bara verkefni með Breiðabliki og landsliðinu til skiptis. Við höfum spilað einhverja æfingaleiki og svo er hörku tempó á æfingum. Við höfum fengið leikmenn sem voru á láni til baka og spilum oft á stóran völl á æfingum,“ sagði Agla María. Breiðablik mætir Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppninni 8. desember. Átta dögum síðar er svo komið að lokaleiknum í Meistaradeildinni, gegn PSG í París. Þangað ætla stuðningsmenn Blika að fjölmenna og mála París græna. „Það er endalaust af fólki að fara með okkur til Parísar, bæði foreldrar og stuðningsmenn. Margir ætla að framlengja dvölina og slútta þessu langa tímabili almennilega þar,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Breiðabliks og Kharkiv hefst klukkan 17:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á YouTube. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Kópavogur Eldri borgarar Tengdar fréttir Verðum að eiga betri leik en síðast Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. 17. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Þrátt fyrir vera orðinn 99 ára lætur Þórður Jörundsson sig ekki vanta þegar Agla María spilar, hvort sem það er með lands- eða félagsliði. Fjölskylda Öglu Maríu og afi hennar og amma búa í Hvömmunum í Kópavogi, ekki langt frá heimavelli Breiðabliks, og samgangurinn á milli þeirra er mikill. „Foreldrar mínir og bróðir minn styðja mjög vel við bakið á mér sem og amma og afi. Ég hef verið mikið hjá þeim og upp alla æskuna fór maður alltaf til þeirra eftir skóla. Afi hefur verið ótrúlega duglegur að mæta á völlinn og þegar maður kemur í heimsókn spyr afi um leikinn,“ sagði Agla María í samtali við Vísi. Hún segir að þótt amma hennar mæti ekki á leiki eins og afi hennar fylgist hún vel með. „Hún er með textalýsinguna opna heima og er með þetta allt á hreinu.“ Agla María kveðst mjög þakklát fyrir stuðning sinna nánustu, ekki síst afans sem verður hundrað ára næsta febrúar. „Hann er orðinn þetta fullorðinn en ég held að þetta, að mæta á völlinn, haldi fólki ungu og í takti við tímann.“ Þórður hefur séð ófáa fótboltaleikina með Öglu Maríu.úr einkasafni Agla María segir að fjölskyldan hafi alltaf stutt vel við bakið sér, sama hvernig gengur. „Þau hafa alltaf verið til staðar. Það skiptir engu hvað ég get í fótbolta. Þau mæta alltaf á völlinn og styðja mig í öllu. Ég er með mjög gott bakland.“ Agla María getur reyndar meira en flestir í fótbolta. Hún var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði næstflest mörk og lagði upp flest, varð bikarmeistari og átti stóran þátt í að Breiðablik komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar lenti Breiðablik í riðli með stórliðum Paris Saint-Germain og Real Madrid og úkraínska liðinu Kharkiv, andstæðingi kvöldsins. Blikar fengu sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kharkiv í Úkraínu í síðustu viku. Agla María segir að fyrirfram hafi mestu sigurmöguleikarnir í riðlinum verið gegn Kharkiv, ekki síst á heimavelli. Agla María og Blikar fagna bikarmeistaratitlinum eftir 4-0 sigur á Þrótturum.vísir/hulda margrét „Engin spurning, þetta er lið sem er af svipuðum styrkleika og við. Maður fann það síðast að þetta er hörkuferðalag en núna þurfa þær að ferðast. Við höfum greint þetta lið og vitum ennþá meira um það. Oft er svo erfitt að meta lið nákvæmlega þegar þú horfir á þau á myndbandi því maður veit ekki hvernig er að spila á móti þeim. En núna vitum við hvar tækifærin liggja fyrir okkur,“ sagði Agla María. Að hennar sögn voru Blikar sáttir með jafnteflið í Kharkiv. „Eftir á að hyggja þegar maður sá færin sem þær fengu, Telma [Ívarsdóttir] varði nokkrum sinnum mjög vel, var mjög gott að hafa tekið stig út úr leiknum.“ Breiðablik tapaði 0-2 fyrir PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni og tapaði svo 5-0 fyrir Real Madrid áður en fyrsta stigið kom í hús. Fyrsta markið í riðlakeppninnar lætur hins vegar enn bíða eftir sér. „Það er klárlega markmiðið að skora og vinna á morgun. Okkar mesti möguleiki er klárlega að skora gegn þessu liði. Ég fékk eitt færi gegn PSG en annars höfum við ekkert vaðið í færum. Það væri frábært að skora og vinna,“ sagði Agla María. Agla María í besta færi Breiðabliks gegn PSG.vísir/vilhelm Tímabilinu hér heima lauk í lok september og því hefur reynst krefjandi fyrir Blika að halda sér í leikæfingu, sérstaklega fyrir þá leikmenn sem eru ekki í íslenska landsliðinu. „Þetta er kannski auðveldast fyrir okkur sem erum í landsliðinu að halda okkur í góðu leikformi. Þetta eru bara verkefni með Breiðabliki og landsliðinu til skiptis. Við höfum spilað einhverja æfingaleiki og svo er hörku tempó á æfingum. Við höfum fengið leikmenn sem voru á láni til baka og spilum oft á stóran völl á æfingum,“ sagði Agla María. Breiðablik mætir Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppninni 8. desember. Átta dögum síðar er svo komið að lokaleiknum í Meistaradeildinni, gegn PSG í París. Þangað ætla stuðningsmenn Blika að fjölmenna og mála París græna. „Það er endalaust af fólki að fara með okkur til Parísar, bæði foreldrar og stuðningsmenn. Margir ætla að framlengja dvölina og slútta þessu langa tímabili almennilega þar,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Breiðabliks og Kharkiv hefst klukkan 17:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á YouTube.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Kópavogur Eldri borgarar Tengdar fréttir Verðum að eiga betri leik en síðast Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. 17. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Verðum að eiga betri leik en síðast Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. 17. nóvember 2021 22:30