Segir börn í sorg vera falinn hóp sem þurfi að sinna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir mikilvægt að vekja athygli á málaflokkinum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur dagur barna í sorg fer fram í dag. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, stendur fyrir vitundarvakningu í tilefni dagsins um þarfir syrgjandi barna. Prestur og verkefnastjóri Arnarins segir fólk oft ráðalaust þegar það verður fyrir missi og að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn hópur sem þarfnast aðstoðar. Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins. Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins.
Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31
Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00