Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:09 Sigríður Gísladóttir hjá Geðhjálp segir að það sé mjög mikilvægt að við séum að veita börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda viðeigandi stuðning og fræðslu. Stöð 2 Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda. Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira