Á plötunni má finna tólf lög, þar á meðal Easy On Me sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur. Adele kann svo sannarlega að semja lög um ástarsorg og erfiðar tilfinningar og er þessi plata engin undantekning.
Adele hefur birt lítil brot síðustu daga og gefið aðdáendum sínum smá forskot á sæluna en nú geta þeir hlustað á plötuna í heild sinni á Spotify. Hér fyrir neðan má heyra lagið To Be Loved sem þykir mjög líklegt til vinsælda. Adele birti brot úr laginu á Twitter á dögunum og aðdáendur hennar grétu saman í kór ef marka má viðbrögð netverja.
Fyrstu viðbrögð við plötunni hafa verið mjög góð og einhverjir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að segja þetta besta verk hennar frá upphafi ferilsins. Platan er persónuleg og hrá en í einu laginu má heyra hljóðupptöku sem Adele tók upp á símann sinn um miðja nótt. Í laginu My Little Love má líka heyra í barninu hennar.
Adele sleit sambandi sínu við fyrrverandi eiginmann sinn, Simon Konecki árið 2019 eftir tveggja ára hjónaband og skilnaðurinn fór endanlega í gegn í mars á þessu ári. Þau höfðu verið saman í mörg ár og eiga saman soninn Angelo sem er fæddur árið 2012.
Me after listening to the ending voice memo in my little love #Adele30 #adele pic.twitter.com/QXzn6EwPac
— Nick Hanson (@nick_hanson35) November 19, 2021
me as soon as i heard adele s child on my little love #Adele30 pic.twitter.com/08ZIGDu8Gu
— sara (@saraa_oz) November 19, 2021
Wheen Adele starting talking about feeling lonely #MyLittleLove #Adele30 pic.twitter.com/sYZFqUB6L6
— Kalen Allen (@TheKalenAllen) November 19, 2021
Billboard tónlistargagnrýnendur hafa nú þegar raðað lögunum á plötunni upp í vinsældarlista. Lagið Easy On Me fór beint í fyrsta sæti Billboard listans þegar það kom út í október en Billboard setur nú samt fimm önnur lög ofar á þennan lista. Það er ljóst að margir hittarar eru á þessari plötu.
#1 To Be Loved #2 Can I Get It #3 I Drink Wine #4 Love Is A Game #5 Oh My God #6 Easy On Me #7 Cry Your Heart Out #8 All Night Parking #9 Hold On #10 Woman Like Me #11 My Little Love #12 Strangers By Nature
Adele á dyggan hóp aðdáenda og gerir ýmislegt fyrir þá. Hér fyrir neðan má sjá yndislegt myndband af því þegar hún hjálpaði ungum manni að biðja ástinnar í lífi sínu.
wow adele helped this guy propose to his longtime girlfriend and then she sang her ballad "make you feel my love" to the couple #Adele30 pic.twitter.com/g4hTbvMFFy
— Brian A. Hernandez (@BAHjournalist) November 15, 2021