Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun