Endurtekið efni um endursendingar á börnum til Grikklands Birna Þórarinsdóttir, Erna Reynisdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifa 20. nóvember 2021 10:00 Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Kristín S. Hjálmtýsdóttir Hælisleitendur Réttindi barna Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar