Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og grænir skógar? Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. nóvember 2021 08:00 Að hirða starfið af Solskjær? vísir/getty Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira