„Auðvitað er þetta svikamylla“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 15:00 Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Vísir Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. „Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
„Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15