Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 11:03 Frá vettvangi á Egilsstöðum í ágúst. Guðmundur Hjalti Stefánsson Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. Greint var frá þessu á mbl.is en Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur verið gefin út en ekki verið birt hinum ákærða og er því ekki hægt að afhenda hana. Gera má ráð fyrir að hægt verði að greina frá innihaldi hennar síðar í þessari viku Samkvæmt úrskurði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem gefinn var út í október er maðurinn grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæran beinist að öllum þessum brotum. Maðurinn hafði 26. ágúst farið vopnaður að húsi í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem samkvæmt heimildum fréttastofu, barnsfaðir kærustu hans er búsettur. Íbúar í nágrenninu heyrðu skothveli og á vettvangi mátti sjá augljós ummerki þess að skotið hafi verið á hús í götunni. Um klukkustund eftir að lögreglu barst tillkynning um skothvellina kom maðurinn út úr húsi í götunni, vopnaður og skaut að lögrelgu - sem þá skaut manninn. Þetta er annað sinn sem lögregla hefur skotið mann hér á landi. Fyrra skiptið var í árás í Árbæ í Reykjavík þar sem maður hafði verið að skjóta úr íbúð sinni. Hann var skotinn af lögreglu og lést í kjölfarið. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Greint var frá þessu á mbl.is en Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur verið gefin út en ekki verið birt hinum ákærða og er því ekki hægt að afhenda hana. Gera má ráð fyrir að hægt verði að greina frá innihaldi hennar síðar í þessari viku Samkvæmt úrskurði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem gefinn var út í október er maðurinn grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæran beinist að öllum þessum brotum. Maðurinn hafði 26. ágúst farið vopnaður að húsi í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem samkvæmt heimildum fréttastofu, barnsfaðir kærustu hans er búsettur. Íbúar í nágrenninu heyrðu skothveli og á vettvangi mátti sjá augljós ummerki þess að skotið hafi verið á hús í götunni. Um klukkustund eftir að lögreglu barst tillkynning um skothvellina kom maðurinn út úr húsi í götunni, vopnaður og skaut að lögrelgu - sem þá skaut manninn. Þetta er annað sinn sem lögregla hefur skotið mann hér á landi. Fyrra skiptið var í árás í Árbæ í Reykjavík þar sem maður hafði verið að skjóta úr íbúð sinni. Hann var skotinn af lögreglu og lést í kjölfarið.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50