Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. nóvember 2021 20:10 Dröfn er hugmyndasmiðurinn og reyndar einnig smiðurinn sjálfur. Það eru krakkarnir í Seljaskóla fá að njóta góðs af hennar frjóa hugmyndaflugi. vísir Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni. Eruði mikil jólabörn? Jú, það halda nú þær vinkonurnar Brynja, Kristín og Sigrún, úr Seljaskóla. En vinkona þeirra Rut getur ekki tekið undir það: „Ég myndi ekki segja það.“ En kemstu í jólaskap þegar það er orðið svona jólalegt í skólanum? „Já.“ Þær Brynja, Kristín, Rut og Sigrún eru komnar í jólaskap.stöð 2 Og það skal engan undra því í Seljaskóla má með sanni segja að jólaandinn sé kominn á kreik, nú þegar 31 dagur er til jóla. Leitast við að bæta við töfrana Því til sönnunar er jólabókahornið sem búið er að setja upp á skólabókasafninu. Fréttastofa leit þar við í dag og spjallaði við krakkana og þann sem ber ábyrgð á þessu metnaðarfulla verkefni, bókasafnsfræðinginn Dröfn Vilhjálmsdóttur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig er umhorfs í Seljaskóla: „Sko, mér finnst skólabókasafnið vera svona töfrandi staður og ég er alltaf að leitast við að bæta við töfrana og mig langar eiginlega að þegar börnin koma inn á skólabókasafnið þá séu þau eiginlega að koma bara inn í ævintýralega bók strax,“ segir Dröfn. Ert þú sjálf jólabarn? „Ég er dálítið jólabarn sjálf. Það hlýtur eiginlega að vera,“ segir hún og bendir í kring um sig á vel skreytt jólabókahornið. „Þannig ég er farin að hlakka til jólanna.“ Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur reynir að gera safnið að ævintýralegum og spennandi stað fyrir krakkana.stöð 2 En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dröfn tekur sig til og skreytir safnið fyrir krakkana. Þannig má eiginlega segja að Dröfn hafi toppað sig fyrir hrekkjavökuna þar sem öllu var tjaldað til, meira að segja reykvél. Frá því á hrekkjavökunni. Dröfn lætur börnin draga bókaflokka til að velja sér bók úr - ef þeir þora.skólabókasafn Seljaskóla Ímyndunarafl Drafnar ýtir undir lestraráhuga barna Það leynir sér allavega ekki að krakkarnir eru hrifnir af Dröfn og hennar stórkostlegu skreytingum. Haldiði að þið lesið meira fyrir vikið? spyrjum við annan vinkvennahóp á safninu, þær Rannveigu, Kristínu, Stellu Björk og Aþenu. „Já, sérstaklega jólabækur,” segja þær. Vinkonurnar Rannveig, Kristín, Stella Björk og Aþena.stöð 2 „Mér finnst bara mjög gaman hvernig Dröfn er svona með ímyndunarafl og gerir alltaf svona á jóla og hrekkjavökunni. Þá skreytir hún mjög mikið og það er bara mjög gaman. Þá fær maður svona meiri áhuga á bókum,” segir Stella Björk. Og á meðan krakkarnir bíða spenntir eftir jólunum og telja niður dagana geta þeir drepið tímann með góðum jólabókalestri í snjóhúsinu í jólabókahorninu í Seljaskóla. Snjóhús úr eggjabökkum og huggulegur arinn við hliðina. Það er ekki leiðinlegt að lesa í þessu umhverfi.skólabókasafn seljaskóla Jól Jólaskraut Grunnskólar Reykjavík Bókmenntir Söfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Eruði mikil jólabörn? Jú, það halda nú þær vinkonurnar Brynja, Kristín og Sigrún, úr Seljaskóla. En vinkona þeirra Rut getur ekki tekið undir það: „Ég myndi ekki segja það.“ En kemstu í jólaskap þegar það er orðið svona jólalegt í skólanum? „Já.“ Þær Brynja, Kristín, Rut og Sigrún eru komnar í jólaskap.stöð 2 Og það skal engan undra því í Seljaskóla má með sanni segja að jólaandinn sé kominn á kreik, nú þegar 31 dagur er til jóla. Leitast við að bæta við töfrana Því til sönnunar er jólabókahornið sem búið er að setja upp á skólabókasafninu. Fréttastofa leit þar við í dag og spjallaði við krakkana og þann sem ber ábyrgð á þessu metnaðarfulla verkefni, bókasafnsfræðinginn Dröfn Vilhjálmsdóttur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig er umhorfs í Seljaskóla: „Sko, mér finnst skólabókasafnið vera svona töfrandi staður og ég er alltaf að leitast við að bæta við töfrana og mig langar eiginlega að þegar börnin koma inn á skólabókasafnið þá séu þau eiginlega að koma bara inn í ævintýralega bók strax,“ segir Dröfn. Ert þú sjálf jólabarn? „Ég er dálítið jólabarn sjálf. Það hlýtur eiginlega að vera,“ segir hún og bendir í kring um sig á vel skreytt jólabókahornið. „Þannig ég er farin að hlakka til jólanna.“ Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur reynir að gera safnið að ævintýralegum og spennandi stað fyrir krakkana.stöð 2 En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dröfn tekur sig til og skreytir safnið fyrir krakkana. Þannig má eiginlega segja að Dröfn hafi toppað sig fyrir hrekkjavökuna þar sem öllu var tjaldað til, meira að segja reykvél. Frá því á hrekkjavökunni. Dröfn lætur börnin draga bókaflokka til að velja sér bók úr - ef þeir þora.skólabókasafn Seljaskóla Ímyndunarafl Drafnar ýtir undir lestraráhuga barna Það leynir sér allavega ekki að krakkarnir eru hrifnir af Dröfn og hennar stórkostlegu skreytingum. Haldiði að þið lesið meira fyrir vikið? spyrjum við annan vinkvennahóp á safninu, þær Rannveigu, Kristínu, Stellu Björk og Aþenu. „Já, sérstaklega jólabækur,” segja þær. Vinkonurnar Rannveig, Kristín, Stella Björk og Aþena.stöð 2 „Mér finnst bara mjög gaman hvernig Dröfn er svona með ímyndunarafl og gerir alltaf svona á jóla og hrekkjavökunni. Þá skreytir hún mjög mikið og það er bara mjög gaman. Þá fær maður svona meiri áhuga á bókum,” segir Stella Björk. Og á meðan krakkarnir bíða spenntir eftir jólunum og telja niður dagana geta þeir drepið tímann með góðum jólabókalestri í snjóhúsinu í jólabókahorninu í Seljaskóla. Snjóhús úr eggjabökkum og huggulegur arinn við hliðina. Það er ekki leiðinlegt að lesa í þessu umhverfi.skólabókasafn seljaskóla
Jól Jólaskraut Grunnskólar Reykjavík Bókmenntir Söfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira