Gosið búið í bili Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 19:18 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, segir gosið búið í bili. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent