Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:01 Eiríkur Stefán Ásgeirsson var mjög kátur með ferðina og mælir með slíkri ferð fyrir alla NFL-áhugamenn. Skjámynd/S2 Sport Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sjá meira
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sjá meira