Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:55 Fangaklefi í rússnesku gúlagi. Alþjóðlega minningarfélagið var stofnað á lokaárum Sovétríkjanna og rannsakaði síðar örlög fólks sem var kúgað í tíð þeirra. Vísir/Getty Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember. Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember.
Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34