Thor Thors – fulltrúi smáþjóðar á vettvangi alþjóðastjórnmála Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun