„Maður þarf að treysta á örlögin“ Steinar Fjeldsted skrifar 26. nóvember 2021 10:00 Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur út sína fyrstu stuttskífu (EP), Maybe The Best Has Yet To Come, 26. nóvember næstkomandi. Eins og titillinn vísar til eru skilaboðin að þegar á móti blæs þarf maður að treysta á örlögin, að manni hafi verið ætlað eitthvað annað og jafnvel betra. Lögin eru grípandi popp sem endurspegla tilfinningar, svo sem glettni, þrá, uppgjör og bjartsýni til framtíðar. Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanóleik. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðastliðið vor keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. Lagasmíðum Benedikts lýsti tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu sem skammlausu og haganlega sömdu epísku poppi. Í þættinum Ólátagarði á Rás 2 var einnig sagt um Benedikt að „svo lengi sem hann heldur áfram að semja munum við halda áfram að hlusta. Fyrr en varir – öll þjóðin líka.“ Tvö lög stuttskífunnar, Diamond og With My Girls, komu út fyrr á þessu ári við góðar undirtektir en lög plötunnar eru fjögur. Lögin sem nú voru gefin út eru annars vegar lagið Suffocating og hins vegar lagið Lay Our Weapons Down en hið síðarnefnda samdi Benedikt ásamt Dagnýju Guðmundsdóttur. Útgáfa stuttskífunnar er styrkt af bæði Tónskáldasjóði RÚV og STEFs sem og Upptökusjóði STEFs. Platan var spiluð í heild sinni með kynningum frá Benedikt í Hlustunarpartíi á KissFM fimmtudaginn 25. nóvember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanóleik. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðastliðið vor keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. Lagasmíðum Benedikts lýsti tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu sem skammlausu og haganlega sömdu epísku poppi. Í þættinum Ólátagarði á Rás 2 var einnig sagt um Benedikt að „svo lengi sem hann heldur áfram að semja munum við halda áfram að hlusta. Fyrr en varir – öll þjóðin líka.“ Tvö lög stuttskífunnar, Diamond og With My Girls, komu út fyrr á þessu ári við góðar undirtektir en lög plötunnar eru fjögur. Lögin sem nú voru gefin út eru annars vegar lagið Suffocating og hins vegar lagið Lay Our Weapons Down en hið síðarnefnda samdi Benedikt ásamt Dagnýju Guðmundsdóttur. Útgáfa stuttskífunnar er styrkt af bæði Tónskáldasjóði RÚV og STEFs sem og Upptökusjóði STEFs. Platan var spiluð í heild sinni með kynningum frá Benedikt í Hlustunarpartíi á KissFM fimmtudaginn 25. nóvember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira