Ókeypis leikskóli og tónlistarskóli í Reykhólahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 14:06 Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um tæplega 250 íbúa. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er góð. Aðsend Mikil ánægja er hjá foreldrum barna í Reykhólahreppi því á nýju ári verða leikskólagjöld og tónlistarnám í sveitarfélaginu ókeypis fyrir börn. Ástæðan er góð afkoma sveitarfélagsins. Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er stærsti vinnustaðurinn og svo Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem gefur góðar tekjur til sveitarfélagsins. Í ljósi góðrar afkomu Reykhólahrepps hefur sveitarstjórn ákveðið að fella niður leikskólagjöld frá næstu áramótum, auk þess verða gjöld í tónlistarnám felld niður. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir er sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Það er bara fín staða hjá Reykhólahreppi eins og er og við þökkum svo sannarlega fyrir það. Þess vegna getum við látið þennan draum rætast, sem hefur verið að velkjast með fulltrúum í sveitarstjórn frá því að þeir tóku við 2018. Við höfum verið að vinna að því að búa svolítið vel um börnin í Reykhólahreppi og reyna að gera fjölskyldunum lífið svolítið léttara. Það er mjög gaman að geta gert þetta,“ segir Ingibjörg Birna. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem er mjög stolt af því að sveitarfélagið ætli að nýju ári að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og tónlistarskóla í Reykhólahreppi.Aðsend 13 börn eru í leikskóla Reykhólahrepps og 10 í tónlistarskólanum. Ingibjörn Birna segir að með ókeypis leikskóla og tónlistarskóla vonist sveitarfélagið til þess að geta laðað fleiri barnafjölskyldur og þar með fleiri íbúa til sín í góða samfélagið í Reykhólahreppi. „Já, ég held að það muni um þetta fyrir fjölskyldurnar og þetta eru þær fjölskyldur, þetta er unga fólkið og fólk er jafnvel með tvö eða þrjú börn og þetta er bara stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks,“ bætir Ingibjörg Birna við. Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Leikskólar Tónlistarnám Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er stærsti vinnustaðurinn og svo Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem gefur góðar tekjur til sveitarfélagsins. Í ljósi góðrar afkomu Reykhólahrepps hefur sveitarstjórn ákveðið að fella niður leikskólagjöld frá næstu áramótum, auk þess verða gjöld í tónlistarnám felld niður. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir er sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Það er bara fín staða hjá Reykhólahreppi eins og er og við þökkum svo sannarlega fyrir það. Þess vegna getum við látið þennan draum rætast, sem hefur verið að velkjast með fulltrúum í sveitarstjórn frá því að þeir tóku við 2018. Við höfum verið að vinna að því að búa svolítið vel um börnin í Reykhólahreppi og reyna að gera fjölskyldunum lífið svolítið léttara. Það er mjög gaman að geta gert þetta,“ segir Ingibjörg Birna. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem er mjög stolt af því að sveitarfélagið ætli að nýju ári að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og tónlistarskóla í Reykhólahreppi.Aðsend 13 börn eru í leikskóla Reykhólahrepps og 10 í tónlistarskólanum. Ingibjörn Birna segir að með ókeypis leikskóla og tónlistarskóla vonist sveitarfélagið til þess að geta laðað fleiri barnafjölskyldur og þar með fleiri íbúa til sín í góða samfélagið í Reykhólahreppi. „Já, ég held að það muni um þetta fyrir fjölskyldurnar og þetta eru þær fjölskyldur, þetta er unga fólkið og fólk er jafnvel með tvö eða þrjú börn og þetta er bara stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks,“ bætir Ingibjörg Birna við.
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Leikskólar Tónlistarnám Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent