Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 17:17 Gul armbönd hafa mörg safnast upp á heimilum grunnskólabarna. Vísir/Atli/Vilhelm Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira