Collier um hálfleiksræðu Rúnars Inga: „Hann lét okkur heyra það“ Atli Arason skrifar 1. desember 2021 23:00 Rúnar Ingi beinir einhverjum vel völdum orðum að Aliyah Collier Bára Dröfn Aliyah Collier var enn eina ferðina stigahæst í liði Njarðvíkur, í þetta sinn með 18 stig í sigri á erkifjendunum í Grindavík. „Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn