Áttundu umferð lokið í CS:GO: Lítið um óvænt úrslit Snorri Rafn Hallsson skrifar 4. desember 2021 16:01 Áttundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Vallea hafði betur gegn Þór. Dusty enn ósigraðir. Staðan Nú þegar öll lið höfðu leikið hvort gegn öðru eftir síðustu umferð var kominn tími á viðureignir númer tvö milli liðanna sem mættust. Dusty eru enn ósigraðir en stóru tíðindin eru þau að Þór laut í lægra haldi fyrir Vallea. Staðan í deildinni er þó nokkuð óbreytt þar sem Dusty og Þór skipa enn tvö efstu sætin. Fyrir miðju sitja sem fastast XY, Ármann, Vallea og Saga, og er eina breytingin frá því í síðustu viku sú að XY komst aftur upp fyrir Ármann og er því í þriðja sætinu. Með tapi Þórs er þó minna bil milli miðjunnar og annars sætisins og verður áhugavert að sjá hvort Dusty heldur áfram að vinna alla sína leiki og skilja hin liðin eftir án möguleika á raunverulegri atlögu að titlinum. Að lokum eru Fylkir og Kórdrengir enn sem áður í botnsætunum tveimur, Fylkir þó með fjögur stig í stað tveggja. Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik botnliðanna Fylkis og Kórdrengja, en fyrri leikur liðanna hafði endað í framlengingu þar sem Fylkir hafði betur 19-16. Var það eini sigur Fylkis hingað til. Liðin mættust í Mirage og með Zerq í staðinn fyrir Vikka komust Fylkismenn í virkilega gott forskot, 7-1. Kórdrengir tóku þó hressilega við sér og var staðan í hálfleik 8-7 fyrir Kórdrengjum. Meðbyr Kórdrengja entist þó skammt þar sem Fylkismenn jöfnuðu aftur um hæl í síðari hálfleik og þétti raðirnar vel til að vinna 16-9. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins fór svo fram í Inferno kortinu þar sem Dusty tók á móti Ármanni. Dusty fór illa með Ármann í fyrsta leik liðanna í Ancient sem fór 16-3. Hér var því tækifæri fyrir Ármann, sem hefur verið á ágætis róli, til að hljóta uppreisn æru en allt kom fyrir ekki. Dusty hafði tökin á leiknum frá upphafi og voru leikmenn liðsins iðnir við að koma sprengjum fyrir á veikt B-svæðið sem auðvelt far fyrir Dusty að halda. Staðan í hálfleik var 10-5 fyrir Dusty og í síðari hálfleik komst Thor á gott skrið og náði Ármann einungis einni lotu það sem eftir var leiks. Staðan því 16-6 fyrir Dusty sem heldur uppteknum hætti og er ekkert lát á sigurgöngu þeirra. Tveir leikir fóru svo fram á föstudagskvöldið og í þeim fyrri tók XY á móti Sögu. Fyrri leikur liðanna hafði verið æsispennandi viðureign í Nuke þar sem XY hafði betur 16-14, en nú lá leiðin í Overpass. XY hafði algjöra yfirburði frá upphafi og lokaði á allar sóknir Sögu. Dugði lítið sem ekkert fyrir Sögu að breyta leikhraða eða stíl og urðu þeir því fljótt uppiskroppa með hugmyndir. Þeim gekk örlítið betur í síðari hálfleik en þá hægði XY á leiknum og sigldi honum örugglega heim. Úrslitin því 16-10 fyrir XY. Vallea og Þór mættust svo í síðasta leik umferðarinnar en Þór hafði betur í fyrsta leik liðanna, 16-3. Leikurinn fór fram í Dust 2 kortinu sem hefði átt að henta Þórsurum ágætlega, en Vallea voru staðráðnir í að láta ekki bursta sig aftur. Vallea komst í 5-0 strax í upphafi leiks með sterkum sóknarleik og tilraunir Þórs til að ná tökum á leiknum féllu allar um sjálfar sig. Mikil spenna var þó í síðari hálfleik sem hófst á hálfgerðu stríði þar sem liðin skiptust á að vinna lotur og neyða andstæðinginn til að verja öllum sínum fjármunum í vopnakaup og voru Þórsarar við það að knésetja Vallea í nítjándu lotu þegar Goa7er átti stórkostlega lotu til að færa völdin aftur til Vallea. Eftirleikurinn var auðveldur og léku Þórsarar langt undir pari gegn sterku liði Vallea sem vann 16-10. Var þetta eini leikurinn í umferðinni þar sem það lið sem tapaði fyrri viðureigninni hafði betur. Næstu leikir Níunda umferðin fer fram í næstu viku og er dagskráin eftirfarandi: Þór - Fylkir, 7. des. kl. 20:30. Kórdrengir - XY, 7. des. kl. 21:30. Saga - Dusty, 10. des. kl. 20:30. Ármann - Vallea, 10. des. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport
Staðan Nú þegar öll lið höfðu leikið hvort gegn öðru eftir síðustu umferð var kominn tími á viðureignir númer tvö milli liðanna sem mættust. Dusty eru enn ósigraðir en stóru tíðindin eru þau að Þór laut í lægra haldi fyrir Vallea. Staðan í deildinni er þó nokkuð óbreytt þar sem Dusty og Þór skipa enn tvö efstu sætin. Fyrir miðju sitja sem fastast XY, Ármann, Vallea og Saga, og er eina breytingin frá því í síðustu viku sú að XY komst aftur upp fyrir Ármann og er því í þriðja sætinu. Með tapi Þórs er þó minna bil milli miðjunnar og annars sætisins og verður áhugavert að sjá hvort Dusty heldur áfram að vinna alla sína leiki og skilja hin liðin eftir án möguleika á raunverulegri atlögu að titlinum. Að lokum eru Fylkir og Kórdrengir enn sem áður í botnsætunum tveimur, Fylkir þó með fjögur stig í stað tveggja. Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik botnliðanna Fylkis og Kórdrengja, en fyrri leikur liðanna hafði endað í framlengingu þar sem Fylkir hafði betur 19-16. Var það eini sigur Fylkis hingað til. Liðin mættust í Mirage og með Zerq í staðinn fyrir Vikka komust Fylkismenn í virkilega gott forskot, 7-1. Kórdrengir tóku þó hressilega við sér og var staðan í hálfleik 8-7 fyrir Kórdrengjum. Meðbyr Kórdrengja entist þó skammt þar sem Fylkismenn jöfnuðu aftur um hæl í síðari hálfleik og þétti raðirnar vel til að vinna 16-9. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins fór svo fram í Inferno kortinu þar sem Dusty tók á móti Ármanni. Dusty fór illa með Ármann í fyrsta leik liðanna í Ancient sem fór 16-3. Hér var því tækifæri fyrir Ármann, sem hefur verið á ágætis róli, til að hljóta uppreisn æru en allt kom fyrir ekki. Dusty hafði tökin á leiknum frá upphafi og voru leikmenn liðsins iðnir við að koma sprengjum fyrir á veikt B-svæðið sem auðvelt far fyrir Dusty að halda. Staðan í hálfleik var 10-5 fyrir Dusty og í síðari hálfleik komst Thor á gott skrið og náði Ármann einungis einni lotu það sem eftir var leiks. Staðan því 16-6 fyrir Dusty sem heldur uppteknum hætti og er ekkert lát á sigurgöngu þeirra. Tveir leikir fóru svo fram á föstudagskvöldið og í þeim fyrri tók XY á móti Sögu. Fyrri leikur liðanna hafði verið æsispennandi viðureign í Nuke þar sem XY hafði betur 16-14, en nú lá leiðin í Overpass. XY hafði algjöra yfirburði frá upphafi og lokaði á allar sóknir Sögu. Dugði lítið sem ekkert fyrir Sögu að breyta leikhraða eða stíl og urðu þeir því fljótt uppiskroppa með hugmyndir. Þeim gekk örlítið betur í síðari hálfleik en þá hægði XY á leiknum og sigldi honum örugglega heim. Úrslitin því 16-10 fyrir XY. Vallea og Þór mættust svo í síðasta leik umferðarinnar en Þór hafði betur í fyrsta leik liðanna, 16-3. Leikurinn fór fram í Dust 2 kortinu sem hefði átt að henta Þórsurum ágætlega, en Vallea voru staðráðnir í að láta ekki bursta sig aftur. Vallea komst í 5-0 strax í upphafi leiks með sterkum sóknarleik og tilraunir Þórs til að ná tökum á leiknum féllu allar um sjálfar sig. Mikil spenna var þó í síðari hálfleik sem hófst á hálfgerðu stríði þar sem liðin skiptust á að vinna lotur og neyða andstæðinginn til að verja öllum sínum fjármunum í vopnakaup og voru Þórsarar við það að knésetja Vallea í nítjándu lotu þegar Goa7er átti stórkostlega lotu til að færa völdin aftur til Vallea. Eftirleikurinn var auðveldur og léku Þórsarar langt undir pari gegn sterku liði Vallea sem vann 16-10. Var þetta eini leikurinn í umferðinni þar sem það lið sem tapaði fyrri viðureigninni hafði betur. Næstu leikir Níunda umferðin fer fram í næstu viku og er dagskráin eftirfarandi: Þór - Fylkir, 7. des. kl. 20:30. Kórdrengir - XY, 7. des. kl. 21:30. Saga - Dusty, 10. des. kl. 20:30. Ármann - Vallea, 10. des. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport