Opið bréf til forstjóra MAST, Hrannar Ólínar Jörundsdóttur, vegna blóðmerahalds Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. desember 2021 18:01 Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun