Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal Snorri Másson skrifar 6. desember 2021 21:21 Desember er genginn í garð og árleg jólasýning er hafin í Ásmundarsal. Þar lætur fjármálaráðherra sig ekki vanta - að þessu sinni sem málverk. Vísir/Vilhelm „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. Fréttastofa mætti á staðinn og var ekki lengi að finna sitt uppáhaldsverk, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarkonu. Sjón er sögu ríkari: Skemmst er að minnast þess þegar vikið var að því í fréttatilkynningu frá lögreglu á aðfangadag í fyrra, að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið staddur í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur. Það reyndist vera Bjarni Benediktsson, sem síðar baðst afsökunar á að hafa ekki yfirgefið rýmið þegar fólki fór að fjölga þar töluvert. Staðarhaldarar voru sektaðir fyrir brot á grímuskyldu. Sjarmerandi og sætur Auður Ómarsdóttir sagði í viðtali við fréttastofu að hún hafi síst verið að reyna að stríða Bjarna með málverkinu, heldur fyndist henni hann bara heillandi og með falleg augu. Hún væri í rauninni bara að vonast til þess að verkið yrði til þess að hann vissi hver hún væri. „Hann er bara svo sjarmerandi og sætur að mig langaði bara að mála mynd af honum. Við sjáum hérna alla veröldina í augunum á honum, þennan skýrleika og öll þessi tækifæri,“ segir Auður. Bjarni Benediktsson eins og Auður Ómarsdóttir sér hann fyrir sér, í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur.Stöð 2 Og hvað kostar það? Ja, Bjarni hefur að sögn klárlega ráð á að fjárfesta í verkinu að sögn Auðar. Fyrst stóð til að láta það kosta mánaðarlaun fjármálaráðherra, en það reyndist of há upphæð. Auður er annars iðin við að mála svipaðar myndir og þá sem hún hefur málað af Bjarna, þannig að út frá því sjónarmiði er portrettmyndin af ráðherranum ekki nema rökrænt næsta skref í listsköpun hennar. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Jólasýning Ásmundarsalar opnaði á laugardag og verða verkin til sölu næstu vikur alveg fram á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember er opið til átta á kvöldin en lokakvöldið til tíu. Jólasýning Ásmundarsalar opnar laugardaginn 4. desember kl. 12:00. Hátt í 600 verk eru til sölu eftir 180 listamenn, View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31 Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Fréttastofa mætti á staðinn og var ekki lengi að finna sitt uppáhaldsverk, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarkonu. Sjón er sögu ríkari: Skemmst er að minnast þess þegar vikið var að því í fréttatilkynningu frá lögreglu á aðfangadag í fyrra, að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið staddur í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur. Það reyndist vera Bjarni Benediktsson, sem síðar baðst afsökunar á að hafa ekki yfirgefið rýmið þegar fólki fór að fjölga þar töluvert. Staðarhaldarar voru sektaðir fyrir brot á grímuskyldu. Sjarmerandi og sætur Auður Ómarsdóttir sagði í viðtali við fréttastofu að hún hafi síst verið að reyna að stríða Bjarna með málverkinu, heldur fyndist henni hann bara heillandi og með falleg augu. Hún væri í rauninni bara að vonast til þess að verkið yrði til þess að hann vissi hver hún væri. „Hann er bara svo sjarmerandi og sætur að mig langaði bara að mála mynd af honum. Við sjáum hérna alla veröldina í augunum á honum, þennan skýrleika og öll þessi tækifæri,“ segir Auður. Bjarni Benediktsson eins og Auður Ómarsdóttir sér hann fyrir sér, í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur.Stöð 2 Og hvað kostar það? Ja, Bjarni hefur að sögn klárlega ráð á að fjárfesta í verkinu að sögn Auðar. Fyrst stóð til að láta það kosta mánaðarlaun fjármálaráðherra, en það reyndist of há upphæð. Auður er annars iðin við að mála svipaðar myndir og þá sem hún hefur málað af Bjarna, þannig að út frá því sjónarmiði er portrettmyndin af ráðherranum ekki nema rökrænt næsta skref í listsköpun hennar. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Jólasýning Ásmundarsalar opnaði á laugardag og verða verkin til sölu næstu vikur alveg fram á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember er opið til átta á kvöldin en lokakvöldið til tíu. Jólasýning Ásmundarsalar opnar laugardaginn 4. desember kl. 12:00. Hátt í 600 verk eru til sölu eftir 180 listamenn, View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31 Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31
Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45