Benitez: „Það var allt á móti okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 08:02 Rafa Benitez segir að VAR-herbergið hafi verið á móti sínum mönnum í gærkvöldi. Hann hrósaði leikmönnum liðsins þó fyrir það að gefast ekki upp. Gareth Copley/Getty Images Knattspyrnustjóri Everton, Rafa Benitez, hefur líklega setið í heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur eftir vægast sagt slæmt gengi liðsins. Sigur Everton gegn Arsenal í gærkvöldi var fyrsti deildarsigur liðsins síðan í lok september, og Spánverjinn var að vonum feginn. „Það er augljós að þegar stuðningsmennirnir, leikmennirnir og allir aðrir standa saman þá erum við sterkari,“ sagði Benitez í samtali við Sky Sports í gær. Eins og oft áður var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki í leik gærkvöldsins, en meðal annarra atvika voru tvö mörk dæmd af Everton vegna rangstöðu. Benitez hrósaði sínum mönnum fyrir það hvernig þeir tókust á við það. „Hvernig liðið brást við því að mörkin hafi verið dæmd af og við því að fá á sig mark undir lok fyrri hálfleiks, við brugðumst við því og skoruðum mörk. Hver einasti stuðningsmaður og leikmaður býst við því. Við erum allri mjög ánægðir og vonandi er þetta skref í rétta átt.“ Benitez hafði þó ekki lokið sér af í umræðunni um myndbandsdómgæsluna, og segir hana hafa verið á móti sínu liði. „Myndbandsdómgæslan - ég veit ekki hvort að línurnar geti verið breiðari eða ekki. Hún var allavega á móti okkur. Ég hef oft sagt að við erum oft mjög nálægt því að vinna. Í kvöld var annað dæmi. Það var allt á móti okkur, en karakterinn sem leikmenn sýndu í kvöld, með stuðningsmennina á bakvið sig. Þeir mega alveg njóta þess,“ sagði Benitez að lokum. Everton er nú í 12. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki, en liðið var án sigurs í seinustu átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Þá var annað atvik í leiknum þar sem myndbandsdómgæslan var í aðalhlutverki þegar Ben Godfrey, varnarmaður Everton, virtist stíga á andlit Takehiro Tomiyasu. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vildi hins vegar tjá sig sem minnst um það mál. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
„Það er augljós að þegar stuðningsmennirnir, leikmennirnir og allir aðrir standa saman þá erum við sterkari,“ sagði Benitez í samtali við Sky Sports í gær. Eins og oft áður var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki í leik gærkvöldsins, en meðal annarra atvika voru tvö mörk dæmd af Everton vegna rangstöðu. Benitez hrósaði sínum mönnum fyrir það hvernig þeir tókust á við það. „Hvernig liðið brást við því að mörkin hafi verið dæmd af og við því að fá á sig mark undir lok fyrri hálfleiks, við brugðumst við því og skoruðum mörk. Hver einasti stuðningsmaður og leikmaður býst við því. Við erum allri mjög ánægðir og vonandi er þetta skref í rétta átt.“ Benitez hafði þó ekki lokið sér af í umræðunni um myndbandsdómgæsluna, og segir hana hafa verið á móti sínu liði. „Myndbandsdómgæslan - ég veit ekki hvort að línurnar geti verið breiðari eða ekki. Hún var allavega á móti okkur. Ég hef oft sagt að við erum oft mjög nálægt því að vinna. Í kvöld var annað dæmi. Það var allt á móti okkur, en karakterinn sem leikmenn sýndu í kvöld, með stuðningsmennina á bakvið sig. Þeir mega alveg njóta þess,“ sagði Benitez að lokum. Everton er nú í 12. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki, en liðið var án sigurs í seinustu átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Þá var annað atvik í leiknum þar sem myndbandsdómgæslan var í aðalhlutverki þegar Ben Godfrey, varnarmaður Everton, virtist stíga á andlit Takehiro Tomiyasu. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vildi hins vegar tjá sig sem minnst um það mál.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira