Slysið átti sér stað nærri Hítará á Vesturlandi og var veginum lokað í minnst klukkustund. Hann var opnaður aftur fyrir klukkan tvö.
Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi var mikil hálka á svæðinu og mun ökumaður flutningabílsins hafa misst eftirvagninn í hálku í beygju. Hann hafi endað á hliðinni.
