Listamaður lagði Reykjavíkurborg í deilu um myndband sem ekki var greitt fyrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 16:44 Heimildarmyndin kom út árið 2016 og fjallar um hóp sjómanna sem vinnur í tvo daga til að tæma drekkhlaðinn frystitogara í gömlu höfninni í Reykjavík í 35 stiga frosti. Hulda Rós/Karolinafund.com Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir lagði Reykjavíkurborg í Héraðsdómi Reykjavíkur í deilu um myndefni í eigu Huldu sem notað hafði verið af borginni á sýningu á Sjóminjasfaninu. Borgin hafði ekki greitt fyrir afnot af myndefninu. Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira