Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 10:08 Þingmennirnir vilja láta yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera um mengun á svæðinu. Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“ Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“
Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira