Sundkona sem æfði með Agnel á árunum 2014-16 lagði fram kæru á hendur honum og sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Á þeim tíma var hún fimmtán til sautján ára.
Rannsóknin var viðamikill og rætt var við fjölda sundkappa í tengslum við hana. Agnel var svo handtekinn í París í gær og færður í gæsluvarðhald.
Agnel vann til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London 2012, annars vegar í 200 metra skriðsundi og hins vegar í 4x100 skriðsundi. Hann vann einnig silfurverðlaun í 4x200 metra skriðsundi.
Agnel, sem er 29 ára, hætti skömmu eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016.