Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2021 11:36 Birkir Blær Óðinsson keppir til úrslita í sænska Idolinu í kvöld. Skjáskot Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira
Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira