„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 07:01 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. „Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke. Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
„Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira