„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 11:47 Rulluspilarar Vals spiluðu stóran þátt í sigri liðsins á Akureyri. Vísir/Bára Dröfn Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira