13/12 Styrktarsjóður Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2021 11:01 Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Börn og uppeldi Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar