Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. desember 2021 14:03 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka um helgina. Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira