Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2021 12:39 Íslandsbanki gaf íslensku þjóðinni 203 listaverk í vor og er nú óskað eftir formlegri heimild til að taka við gjöfinni. Vísir/Vilhelm Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa. Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa.
Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira