Leikur Lemgo og Fuchse berlin var nokkuð kaflaskiptur, en gestirnir frá Berlín höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik. Þeir leiddu með þremur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja, 12-15.
Bjarki og félagar snéru taflinu hins vega við í seinni hálfleik og þegar lokaflautið gall var staðan jöfn, 25-25.
Því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Bjarki Már var algjörlega magnaður í framlengingunni og skoraði fjögur af sjö mörkum Lemgo. Það dugði svo sannarlega til sigurs því Fucshe Berlin skoraði aðeins fjögur mörk í heildina í framlengingunni og niðurstaðan því þriggja marka sigur Lemgo, 32-29.
Allt í allt skoraði Bjarki Már 13 mörk úr 17 skotum, en þar af komu tvö af vítalínunni.
Einfach nur geil!!!
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 14, 2021
VIERTELFINALE für die Lemgoer Mentalitätsmonster.#tbvlemgolippe #dhbpokal #GemeinsamStark pic.twitter.com/8IuhuZ7wTB
Spennan var heldur minni í viðureign Gummersbach og Nordhorn-Lingen. Íslendingaliðið hafði yfirhöndina allt frá byrjun og vann að lokum öruggan tólf marka sigur, 38-26.
Hákon Daði Styrmisson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk, en Óðin Þór Ríkharðsson og Elliði Snær Viðarsson skoruðu þrjú mörk hvor.